Nagladekk víða uppseld

Negld reiðhjóladekk gefa ótrúlega gott grip.
Negld reiðhjóladekk gefa ótrúlega gott grip. Kristinn Ingvarsson

Nagla­dekk und­ir reiðhjól eru uppseld í reiðhjóla­versl­un­inni Ern­in­um og sömu sögu er að segja í Mark­inu. Nóg er til hjá GÁP. Versl­un­ar­stjóri Arn­ar­ins seg­ir að al­gjör spreng­ing hafi orðið í sölu nagla­dekkja í fyrra og svo virðist sem ekk­ert lát ætli að verða á aukn­ing­unni.


Nagla­dekk eru nauðsyn­leg þeim sem ætla að hjóla að ráði í vet­ur. Góð nagla­dekk veita mikið grip gegn hálku og læt­ur nærri að hjól­reiðamaður sé eins og negld­ur við svell­bunk­ana.


Jón Þór Skafta­son, versl­un­ar­stjóri Arn­ar­ins, seg­ir að sala á nagla­dekkj­um sýni með óyggj­andi hætti að mun fleiri hjóli að vetr­ar­lagi en áður. Nagla­dekk hafi aldrei selst eins vel og sala á vetr­arfatnaði fyr­ir hjól­reiðamenn hafi einnig marg­fald­ast. Í fyrra seldi Örn­inn um 800 nagla­dekk og Markið um 400. Flest­ir setja nagla­dekk und­ir fram- og aft­ur­hjól en sum­ir láta sér nægja að setja und­ir fram­hjólið og því má slá á að 600-700 manns hafi keypt nagla­dekk hjá versl­un­un­um.
Örn­inn á von á lít­illi send­ingu á morg­un, þriðju­dag, en hún dug­ar skammt. Þegar hef­ur mynd­ast biðlisti.


Fyr­ir­spurn­um rign­ir inn
Bæði Örn­inn og Markið selja dekk frá finnska fram­leiðand­an­um Noki­an en þar er lag­er­inn á nagla­dekkj­um fyr­ir reiðhjól nán­ast upp­ur­inn.
GÁP sel­ur nagla­dekk af gerðinni Kenda-Klondike. Mo­gens Markús­son, versl­un­ar­stjóri GÁP, seg­ir að fyr­ir­spurn­um um nagla­dekk rigni inn, m.a. vegna þess að víða ann­ars staðar séu þau uppseld. „Það er greini­legt að marg­ir ætla að hjóla í vet­ur. Bens­ínið er dýrt,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert