Ráðinn aðstoðarforstjóri Landspítala

Benedikt Olgeirsson.
Benedikt Olgeirsson.

Benedikt Olgeirsson hefur verið ráðinn í starf aðstoðarforstjóra Landspítala. Benedikt er verkfræðingur að mennt og hefur m.a. starfað hjá Eimskip, Parlogis og Atorku. 

Um er að ræða nýtt starf hjá Landspítala en aðstoðarforstjóri mun hafa með höndum margþætt verkefni sem snúa m.a. að innleiðingu á stefnu spítalans, framþróun starfseminnar til að stuðla að öryggi, gæðum og hagkvæmni, gerð langtímaáætlana og samhæfingar á þjónustuþáttum.  Starfið heyrir undir forstjóra.

Benedikt tók verkfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 1986 og í framhaldi af því mastersgráðu í verkefnastjórnun frá Universtity of Washington í Seattle í Bandaríkjunum.  Eftir það starfaði hann m.a. í 10 ár hjá Eimskipafélagi Íslands og var meðal annars í 5 ár  framkvæmdastjóri Eimskips í Hamborg.

Frá 2004 til 2005 var Benedikt  framkvæmdastjóri Parlogis sem annast  vörustjórnun fyrir heilbrigðisgeirann á Íslandi.  Frá þeim tíma til loka árs 2009 var hann í framkvæmdastjórn Atorku.  Þar bar hann m.a. ábyrgð á umbreytingaverkefnum ásamt því að sitja í stjórnum fyrirtækja í eigu Atorku.

Benedikt hefur störf á Landspítala þann 1. desember 2010.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert