Ríkisstjórnin mun halda reglulegan þriðjudagsfund sinn í Víkingaheimum í Reykjanesbæ í fyrramálið.
Áður en ríkisstjórnarfundurinn hefst mun ríkisstjórnin eiga fund með bæjar- og sveitarstjórum á Suðurnesjum þar sem málefni Suðurnesja verða til umræðu sem og leiðir til að efla atvinnu og byggð á svæðinu.
Vefur Víkurfrétta hefur eftir Árna Sigfússyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, að hann hefði engar upplýsingar um hvort málefni Suðurnesja verði sérstaklega til umræðu á fundinum. Hann túlki þó val á fundarstað sem góðan vilja ríkisstjórnarinnar til að vinna með heimamönnum í atvinnuuppbyggingu.