Aðildarferlið gengið vel

Frá höfuðstöðvum ESB í Brussel.
Frá höfuðstöðvum ESB í Brussel. Reuters

Allt hef­ur gengið snurðulaust fyr­ir sig og Íslend­ing­ar staðið við all­ar tíma­áætlan­ir í und­ir­bún­ingi aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið, að því er Timo Summa, formaður sendi­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi, greindi frá á kynn­ing­ar­fundi nefnd­ar­inn­ar fyr­ir stundu.

Summa sagði lýðræðið standa styrk­um fót­um á Íslandi og að ný lög­gjöf um fjár­mögn­un stjórn­mála­flokka myndi auka gegn­sæi í stjórn­mál­um.

Hann vék að um­hverf­is­mál­um og lög­gjöf um fjár­mála­markaði og sagði báða mála­flokka í góðu sam­ræmi við reglu­verk sam­bands­ins.

Þá lýsti hann yfir stuðningi við sam­vinnu ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert