Þórhalli Jósepssyni sagt upp

Þórhallur hefur starfað á RÚV í um áratug.
Þórhallur hefur starfað á RÚV í um áratug. mbl.is/Árni Sæberg

Þórhalli Jósepssyni fréttamanni á Ríkisútvarpinu hefur verið sagt upp störfum á RÚV. Uppsögnin tengist því að hann skrifaði bók um Árna M. Mathiesen, fyrrv. fjármálaráðherra um bankahrunið og aðdraganda þess en  í uppsagnarbréfinu er ástæðan m.a. sögð trúnaðarbrestur.

Hvorki Þórhallur, Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV né Páll Magnússon útvarpsstjóri, vildu tjá sig um málið nú í kvöld. 

Þórhalli var boðið að segja sjálfur upp störfum á föstudag en því hafnaði hann.

Óðinn Jónsson sagði á starfsmannafundi frá því, að Þórhallur hefði sagt sér í janúar að honum hefði boðist að skrifa bók með fyrrverandi ráðherra og leitað samþykkis fréttastjórans. Ekki kom fram um hvaða ráðherra var að ræða.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er trúnaðarbresturinn sagður hafa falist í því að hvorki Óðinn né aðrir á fréttastofunni vissu að Þórhallur var að skrifa bók um Árna M. Mathiesen. Um leið og Þórhallur var að skrifa bókina var mjög fjallað um Árna í fréttum, m.a. í tengslum við að honum yrði hugsanlega stefnt fyrir landsdóm. 

Bókin um Árna heitir Árni Matt - frá bankahruni til byltingar og kemur út hjá bókaútgáfunni Veröld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert