Dragi djúpt andann

Magnús Árni Magnússon, rektor Bifrastar.
Magnús Árni Magnússon, rektor Bifrastar. mbl.is

Magnús Árni Magnús­son, rektor Bifrast­ar, vill ekki tjá sig um slit á sam­ein­ing­ar­viðræðum Há­skól­ans á Bif­röst og Há­skól­ans í Reykja­vík. „Menn eiga að draga djúpt and­ann og halda áfram í vinn­unni“, var það eina sem hann vildi láta hafa eft­ir sér um málið.

Upp úr viðræðunum slitnaði eft­ir að Magnús Árni ýsti um helg­ina yfir and­stöðu við þann mögu­leika að sam­ein­ing­in fæl­ist m.a. í því að þunga­miðja há­skóla­starfs­ins myndi flytj­ast til Reykja­vík­ur. Viðræðurn­ar höfðu miðað að því að sam­eina skól­ana um ára­mót.

Ari Krist­inn Jóns­son, rektor Há­skól­ans í Reykja­vík, sagði í sam­tali við mbl.is í dag að skól­inn væri til­bú­inn til að hefja viðræður að nýju. „Eins og staðan er núna þá er ekki mögu­legt að halda þess­ari skoðun áfram að svo stöddu," sagði hann.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert