Fjársvikamál vekur athygli

Mynd af vef YouTube.
Mynd af vef YouTube.

Fjársvikamálið í New York ríki, þar sem íslensk kona og unnusti hennar eru grunuð um að hafa svikið allt að 20 milljónir dala út úr auðkýfingi, hefur vakið talsverða athygli í Bandaríkjunum. Hafa fréttavefir blaðanna Wall Street Journal, New York Times og New York Daily News meðal annars sagt frá málinu í dag. 

Það sem vekur einkum athygli eru aðferðirnar, sem lögregla segir að parið hafi notað til að hafa fé út úr tónskáldinu Roger Davidson en honum var talin trú um, að útsendarar erlendra samtaka og pólskir prestar tengdir dularfullusamtökunum Opus Dei, sem m.a. var fjallað um í bókinni Da Vinci lyklinum, vildu vinna honum mein. 

Davidson er afkomandi stofnenda stórfyrirtækisins  Schlumberger, sem sér um að þjónusta olíufélög. Hann minnist ekki á þau tengsl á heimasíðu sinni heldur fjallar um langan feril sinn sem tónskáld og píanóleikari.

Davidson er einnig forseti samtakanna Society for Universal Sacred Music, sem stendur fyrir tónlistarhátíðum. Á myndskeiði frá árinu 2006, sem sjá má á YouTube, sést Davidson tala um samtökin. Að sögn Wall Street Journal stendur Vikram Bedi, sem ákærður er í fjársvikamálinu, við hlið hans.

New York Times segir, að þegar hringt var í eitt af húsum Davidsons í dag hafi komið símsvari, þar sem vingjarnleg rödd sagði: Ef þú skilur eftir auglýsingu eða slík skilaboð, mun símalínan þín stikna sjálfkrafa.

Frétt New York Times

Frétt Wall Street Journal

Heimasíða Davidsons

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert