Lýsir yfir sakleysi sínu

Um 27 þúsund manns búa í Harrison í New York …
Um 27 þúsund manns búa í Harrison í New York þar sem íslenska konan býr.

„Við erum bara að vinna í þessu máli sem foreldrar hennar, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Meira get ég ekki sagt um þetta,“ segir Ingvar J. Karlsson, faðir Helgu Ingvarsdóttur sem handtekin var í Bandaríkjunum á fimmtudagskvöld. Ingvar segir Helgu lýsa sig saklausa í málinu.

Líkt og greint hefur verið frá handtók lögreglan í Harrison í New York ríki í Bandaríkjunum íslenska konu og unnusta hennar, en þau eru grunuð um stórfelld fjársvik. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er talið að parið hafi svikið allt að 20 milljónir dala, 2,2 milljarða króna út úr Roger Davidson, stofnanda útgáfufélagsins Soundbrush Records, á sex ára tímabili.

Ingvar tekur fram að engin tengsl eru á milli félaga í hans eigu og málsins í Bandaríkjunum. Hann tengist því eingöngu fjölskylduböndum. 

Þau Helga Ingvarsdóttir og Vikram Bedi hafa rekið tölvuþjónustuna Datalink í Mt. Kisco í New York.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert