Meðferðir hefjast í ágúst

Fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli.
Fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Ómar

Reiknað er með að framkvæmdir við gamla hersjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli hefjist um áramót og að það verði tilbúið um mitt ár. Stefnt er að því að fyrstu meðferðir á sjúkrahúsi Iceland Healthcare hefjist í ágúst.

Á sjúkrahúsinu verður útlendingum, ekki síst Bretum og Norðurlandabúum, boðið upp á sérhæfðar meðferðir. Iceland Healthcare telur að starfsemin skapi allt að 300 störf. Sveinn Geir Einarsson, fv. yfirlæknir á St. Jósefsspítala, undirbýr starfsemina sem framkvæmdastjóri lækninga.

Gamla hersjúkrahúsið hefur staðið autt frá því að varnarliðið fór. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) hefur lagt eignina inn í sérstakt félag, Seltún ehf., sem stofnað er með þátttöku fleiri hluthafa. Leggja þarf í kostnað við lagfæringar og innréttingar, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert