Óvissustigi aflýst vegna Grímsvatna

Fylgst með hlaupinu úr Grímsvötnum.
Fylgst með hlaupinu úr Grímsvötnum. mbl.is/RAX

Almannavarnadeild ríkislögregustjóra hefur aflýst óvissustigi, sem sett var á 1. nóvember vegna hlaups úr Grímsvötnum. Var óvissustigi lýst þar sem talið var að eldgos kynni að fylgja í kjölfarið en það gerðist ekki. Megnið af hlaupinu rann í Gígjukvísl og náði það hámarki þann 3. nóvember s.l. 

Að sögn almannavarnadeildar var hlaupið í minna lagi miðað við fyrri Grímsvatnahlaup. Hlaup úr Grímsvatnakerfinu séu tiltölulega algeng og hafi eldgos fylgt í kjölfar hlaupa árin 2004, 1998,1996, 1983, 1938 og 1934. Frá árinu 2004 hafa GPS mælingar sýnt aukna þenslu undir eldstöðinni í Grímsvötnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert