Reiknihópurinn er enn að „fínpússa“

„Það er ekki frágengið með fundinn. Þetta verður rætt á ríkisstjórnarfundi. Við erum að fara á Reykjanesið og ég á von á að þar verði ákveðið hvernig eigi að gera þetta.“

Þetta segir Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag, aðspurður hvort ríkisstjórnin muni funda með hagsmunaaðilum vegna skuldavanda heimilanna í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld, líkt og rætt hafði verið um.

„Þessi reiknihópur er að ljúka sinni vinnu en hann er enn að fínpússa. Það þarf fyrst að ljúka þeirri vinnu,“ segir Guðbjartur.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert