Um 200 börn og unglingar eru nú á æfingum í Bláfjöllum og stefnt er að því að opna stólalyftur og barnalyftu á morgun, að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra lyftna á Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðinu. „Ef ég ég hefði átt snjóbyssur væri löngu búið að opna,“ segir hann.
Spáð er nokkrum vindi á morgun en veðurspárnar hafa smátt og smátt skánað en ef ekki blæs of mikið gerir Einar ráð fyrir að hægt verði að renna sér um Öxlina og í barnabrekku. Enn vantar snjó í Gilið.
Í Bláfjöllum er núna blankalogn, heiðskírt og „æðislegt“ að sögn Einars. „Hér er nú meiri vetur en var í allan fyrravetur og margfalt betri snjór,“ segir hann. Frost hafi verið í fjöllunum í um hálfan mánuð. Hann telur að á höfuðborgarsvæðinu leggi 400-500 börn, unglingar og upp úr stund á skíðaæfingar.