Fréttastofa RÚV hlaut í dag fyrstu verðlaun Evrópska útvarps- og sjónvarpsstöðva (EBU) fyrir bestu sjónvarpsfréttamennsku á árinu, að því er fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Á ruv.is er greint frá því að verðlaunin eru kennd við Gunnar Hoydal, sem lengi var yfir ritstjórnarhópi EBU. Fréttastofa RÚV hlaut verðlaunin fyrir umfjöllun sína um eldgosin í Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli og af efnahagshruninu hér á landi.
Fram kom í kvöldfréttum að Óðinn Jónsson, fréttastjóri, veitti verðlaununum viðtöku í Aþenu í dag. TV2 í Danmörku hlaut önnur verðlaun fyrir umfjöllun sína um stríðið í Afganistan.