Sækja í betri ávöxtun

mbl.is/G. Rúnar

Sífellt fleiri notfæra sér þann kost að ávaxta sparifé sitt í verðtryggðum eða óverðtryggðum ríkisskuldabréfum, segir Kjartan Smári Höskuldsson, forstöðumaður hjá eignastýringu Íslandsbanka.

Um 89 milljarðar króna liggja nú á innlánsreikningum sem bera neikvæða raunvexti, og því leita sparifjáreigendur í auknum mæli eftir ábatasamari sparnaðarkostum.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri hjá Júpíter rekstrarfélagi, segir fjárfestingu í ríkisskuldabréfum góðan kost ef fjárfestir sækist eftir öryggi. Ríkið sé öruggasti skuldarinn á Íslandi, í íslenskum krónum, segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert