Skuldastaða þjóðarbúsins lækkaði

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

Með kaup­um á öll­um úti­stand­andi skulda­bréf­um fé­lags­ins Avens B.V. í Lúx­em­borg náðist að lækka skulda­stöðu þjóðarbús­ins um meira en 3,5%, er­lend­ar krónu­eign­ir lækkuðu um fjórðung. Þá var grunn­ur lagður fyr­ir viðskipti við líf­eyr­is­sjóðina sem jók gjald­eyr­is­forðann um 17%. Þetta kem­ur fram í svari fjár­málaráðherra við fyr­ir­spurn þing­manns Fram­sókn­ar­flokks.

Fyr­ir­spurn Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks, var í nokkr­um liðum en lutu öll að Avens. Í svari Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, fjár­málaráðherra, seg­ir að kaup­in hafi farið fram í maí sl. og hafi verið á öll­um úti­stand­andi skulda­bréf­um fé­lags­ins Avens B.V..

Í kjöl­farið hafi Seðlabank­inn, f.h. rík­i­s­jóðs, tekið yfir stjórn fé­lags­ins og leyst það upp. Eign­ir fé­lags­ins; íbúðabréf, rík­is­bréf og reiðufé, sam­tals að and­virði 128,5 millj­arðar kr. runnu þá til rík­i­s­jóðs. And­virði íbúðabréfa og rík­is­bréfa nam 85 millj­örðum kr. og reiðufjár 43,5 millj­örðum kr.

Til viðbót­ar íbúðabréf­um sem rík­is­sjóður eignaðist við kaup á skulda­bréf­um Avens B.V. keypti rík­is­sjóður af Eign­ar­halds­fé­lagi Seðlabank­ans íbúðabréf að markaðsvirði um 45 millj­arða kr., sem fjár­magnað var að mestu með reiðufé sem fékkst við kaup á skulda­bréf­um Avens.

Seðlabank­inn, fyr­ir hönd rík­i­s­jóðs, seldi 30. maí 26 líf­eyr­is­sjóðum öll íbúðabréf sem rík­is­sjóður hafði eign­ast vegna þess­ara viðskipta, að virði um 121 millj­arð kr., fyr­ir evr­ur að jafn­v­irði um 87,6 millj­arða kr. miðað við skráð kaup­gengi 28. maí 2010. Bréf­in voru seld á fastri 7,2% ávöxt­un­ar­kröfu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka