Skuldastaða þjóðarbúsins lækkaði

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

Með kaupum á öllum útistandandi skuldabréfum félagsins Avens B.V. í Lúxemborg náðist að lækka skuldastöðu þjóðarbúsins um meira en 3,5%, erlendar krónueignir lækkuðu um fjórðung. Þá var grunnur lagður fyrir viðskipti við lífeyrissjóðina sem jók gjaldeyrisforðann um 17%. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Framsóknarflokks.

Fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, var í nokkrum liðum en lutu öll að Avens. Í svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, segir að kaupin hafi farið fram í maí sl. og hafi verið á öllum útistandandi skuldabréfum félagsins Avens B.V..

Í kjölfarið hafi Seðlabankinn, f.h. ríkisjóðs, tekið yfir stjórn félagsins og leyst það upp. Eignir félagsins; íbúðabréf, ríkisbréf og reiðufé, samtals að andvirði 128,5 milljarðar kr. runnu þá til ríkisjóðs. Andvirði íbúðabréfa og ríkisbréfa nam 85 milljörðum kr. og reiðufjár 43,5 milljörðum kr.

Til viðbótar íbúðabréfum sem ríkissjóður eignaðist við kaup á skuldabréfum Avens B.V. keypti ríkissjóður af Eignarhaldsfélagi Seðlabankans íbúðabréf að markaðsvirði um 45 milljarða kr., sem fjármagnað var að mestu með reiðufé sem fékkst við kaup á skuldabréfum Avens.

Seðlabankinn, fyrir hönd ríkisjóðs, seldi 30. maí 26 lífeyrissjóðum öll íbúðabréf sem ríkissjóður hafði eignast vegna þessara viðskipta, að virði um 121 milljarð kr., fyrir evrur að jafnvirði um 87,6 milljarða kr. miðað við skráð kaupgengi 28. maí 2010. Bréfin voru seld á fastri 7,2% ávöxtunarkröfu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka