10.700 heimili í greiðsluvanda

Mat sér­fræðinga­hóps, sem starfað hef­ur að und­an­förnu á veg­um sam­ráðshóps ráðherra og stjórn­ar­and­stöðu, er að um 10.700 heim­ili séu í greiðslu­vanda, eða um 14,7% heim­ila með íbúðaskuld­ir eða 11% fast­eigna­eig­enda alls.

Um helm­ing­ur heim­ila í greiðslu­vanda skuld­ar meira en verðmæti fast­eign­ar. Rúm­lega 80% heim­ila í greiðslu­vanda keypti fast­eign á ár­un­um 2004-2008 og einnig eru rúm­lega 80% heim­ila í greiðslu­vanda á höfuðborg­ar­svæðinu eða Reykja­nesi. Flest þessi heim­ili eru til­tölu­lega tekju­lág.

Í skýrsl­unni kem­ur fram, að tæp­lega 100 þúsund heim­ili töldu fram fast­eign­ir til skatts árið 2009. Þar af töldu tæp­lega 73 þúsund heim­ili fram íbúðaskuld­ir, alls um 1200 millj­arða kr.

Meðal íbúðaskuld er tæp­lega 18 millj­ón­ir króna. Íbúðaskuld­ir eru hæst­ar hjá fólki á fer­tugs­aldri, að meðaltali um 23 millj­ón­ir  hjá hjón­um/​sam­býl­is­fólki og 17 millj­ón­ir hjá ein­hleyp­um/​ein­stæðum for­eldr­um.

Rúm­lega 20 þúsund fast­eigna­eig­end­ur skulda meira en nem­ur fast­eigna­mati eða 28% þeirra sem eru með íbúðaskuld­ir og 20% af fast­eigna­eig­end­um alls. Van­skil hafa auk­ist hjá öll­um lána­stofn­un­um. Van­skil yfir 90 daga eru 10,4% hjá viðskipta­bönk­un­um, 6,4% hjá Íbúðalána­sjóði og 4% hjá líf­eyr­is­sjóðum.

Skýrsla um skulda­stöðu heim­il­anna

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka