Ekki byggt minna frá árinu 1940

Íbúðablokk í byggingu.
Íbúðablokk í byggingu.

Á síðasta ári var lokið við bygg­ingu 127 íbúða í Reykja­vík. Að sögn Magnús­ar Sæ­dal bygg­inga­full­trúa borg­ar­inn­ar hef­ur ekki verið byggt jafn­lítið frá ár­inu 1940, en þá voru byggðar 25 íbúðir í borg­inni.

898 íbúðar­hús voru full­byggð á land­inu, 2009 voru þau 2968 og 3348 árið 2007. Þessi sam­drátt­ur kem­ur ekki síst niður á starfs­mögu­leik­um arki­tekta.

Hall­m­ar Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Arki­tekta­fé­lags Íslands, seg­ir umræðu um þetta hafa verið ómark­vissa. Til að bæta úr því standa fag­fé­lög í bygg­ing­ariðnaði að málþingi á morg­un, 11. nóv­em­ber. Hall­m­ar seg­ir að sam­drátt­ur í bygg­ing­ariðnaði komi yf­ir­leitt fyrst niður á hönnuðum. Lík­lega batni staðan ekki fyrr en 2014. „Það skýt­ur skökku við að ríkið leiti til er­lendra arki­tekta þegar ástandið er svona,“ seg­ir Hall­m­ar og nefn­ir ný­legt dæmi um hönn­un fang­els­is á Hólms­heiði, en verk­efnið var falið er­lend­um arki­tekt­um, án nokk­urs útboðs.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert