Gæludýrin eignast gagnagrunn

Ungviðið leikur sér við Ægisíðuna.
Ungviðið leikur sér við Ægisíðuna. mbl.is/Árni Sæberg

Miðlæg­ur gagna­grunn­ur með upp­lýs­ing­um um ör­merki gælu­dýra er mikið dýra­vernd­un­ar­mál, að mati Guðbjarg­ar Þor­varðardótt­ur, for­manns Dýra­lækna­fé­lags Íslands.

Fé­lagið vinn­ur að því að koma slík­um gagna­grunni á fót og hef­ur stofnað fé­lagið Völustall í því skyni. Lít­inn vísi að gagna­grunni um eyrna- og ör­merki er þegar að finna á heimasíðu Dýra­lækna­fé­lags­ins.

Viðræður hafa verið við Bænda­sam­tök Íslands um að setja gagna­grunn­inn upp, en þau hafa m.a. sett upp gagna­grunn­inn World Feng með upp­lýs­ing­um um hesta. Guðbjörg kvaðst vona að miðlægi ör­merkja­grunn­ur­inn gæti verið kom­inn í gagnið fyr­ir mitt næsta ár, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert