Geisli truflaði flugmenn

Fokkervél Flugfélags Íslands.
Fokkervél Flugfélags Íslands. mbl.is/Þorkell.

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri rann­sak­ar hver gæti hafa beint sterk­um laser­geisla að stjórn­klefa flug­vél­ar Flug­fé­lags Íslands þegar hún kom til lend­ing­ar á Ak­ur­eyri í gær­kvöldi. Talið er að geisl­inn hafi borist frá Vaðlaheiðinni og hjól­för þar teng­ist mál­inu. Litið er al­var­leg­um aug­um á málið.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni til­kynnti flugt­urn um at­vikið. Þó svo eng­ar af­leiðing­ar hafi orðið seg­ir lög­regla að þetta hafi verið óþægi­legt fyr­ir flug­menn­ina og hugs­an­lega hefði getað farið illa. Því sé ekki um neitt gam­an­mál að ræða. Flug­vél­in kom inn til lend­ing­ar um klukk­an átta í gær­kvöldi.

Lög­regl­an kall­ar eft­ir upp­lýs­ing­um frá þeim sem geta veitt, og er sím­inn 464-7700.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert