Mikilvægir útreikningar

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundar í stjórnarráðshúsinu þar …
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundar í stjórnarráðshúsinu þar sem skýrslan var kynnt í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólöf Nor­dal, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir upp­lýs­ing­arn­ar sem komi fram í skýrslu sér­fræðinga­hóps um skulda­vanda heim­il­anna séu mik­il­væg­ar. Ýmis­legt í skýrsl­unni rími ágæt­lega við til­lög­ur Sjálf­stæðismanna, s.s. um að auka vaxta­bæt­ur. Eng­in ein leið dugi öll­um enda sé vand­inn sem fjöl­skyld­urn­ar glími við afar mis­jafn.

 Ólöf sagði að mik­il­vægt að nú lægju loks fyr­ir út­reikn­ing­ar til að fólk gæti áttað sig á hvernig málið væri vaxið. Mik­il­vægt væri að grípa til raun­hæfra aðgerða sem nýt­ist vel og kostnaður­inn legg­ist ekki á fjöl­skyld­ur seinna meir í formi hærri skatta. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert