Lögreglan á Akranesi fann tvö torfæruhjól, sem stolið var fyrir nokkru úr bílskúr í bænum, við húsleit hjá manni sem grunaður var um fíkniefnamisferli. Einnig fannst í fórum mannsins amfetamín og kannabisefni. Fréttavefurinn Skessuhorn greinir frá þessu.
Auk þess segir ökumaður hafi verið stöðvaður í vikunni á Vesturlandsvegi en hann er grunaður um ölvun við akstur. Auk þess er maðurinn réttindalaus, en hann var sviptur ökuskírteini fyrir nokkru. Þá var akstur annars ökumanns stöðvaður en sá var undir áhrifum kannabisefna.