Tveir búnir að kjósa

Utankjörfundarkosning fer fram í Laugardalshöll.
Utankjörfundarkosning fer fram í Laugardalshöll. Kristinn Ingvarsson

Tveir kusu utankjörfundar á fyrsta klukkutímanum eftir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til stjórnlagaþings hófst í Laugardalshöll í morgun.

Bergþóra Sigmundsdóttir, hjá sýslumanninum í Reykjavík, sagði að strax í morgun hefði kjósandi komið til kjósa en kosning hófst kl. 10. Annar var að kjósa þegar mbl.is ræddi við hana rétt fyrir kl. 11.

Bergþóra sagði að mælt væri með því að fólk kæmi undirbúið á kjörstað. Best væri að koma með lista með nöfnum að heiman og fylla síðan út kjörseðilinn í samræmi við það. Annars gæti tekið talsverðan tíma fyrir hvern og einn að kjósa.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til stjórnlagaþings fer fram í Laugardalshöll og verður opið alla daga frá kl. 10:00-22:00, en lokað verður laugardaginn 13. nóvember nk. og sunnudaginn 14. nóvember nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert