Vilja ekki loka Landeyjahöfn

Landeyjahöfn.
Landeyjahöfn.

Eimskip hefur ekki lagt það til að loka Landeyjahöfn, að sögn Guðmundar Pedersen,  rektstarstjóra Herjólfs. Haft er eftir Guðmundi á vef Eyjafrétta að fundur í dag hafi ekki snúist um tillögur í þá áttina heldur hafi Eimskip óskað eftir upplýsingum um dýpkunarframkvæmdir við Landeyjahöfn í vetur.

„Við höfum ekki lagt það til að Landeyjahöfn verði lokuð enda ef það yrði gert, þá væri það alfarið ákvörðun Siglingastofnunnar.  Fundurinn í dag snerist fyrst og fremst um það að við óskuðum eftir upplýsingum um dýpkunarframkvæmdir við Landeyjahöfn í vetur enda mun Perlan ekki geta sinnt þessu í vetur.  Við fáum hins vegar ekki endanlegt svar frá Siglingastofnun fyrr en í næstu viku þegar búið verður að fara yfir þau tilboð sem bárust í dýpkunina.  Við lýstum hins vegar yfir áhyggjum okkar af stöðu mála í Landeyjahöfn,“ sagði Guðmundur við vefinn. 

Eyjafrettir.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert