Vilja semja til allt að þriggja ára

Eiginlegar samningaviðræður eru ekki hafnar, en þreifingar hafa átt sér …
Eiginlegar samningaviðræður eru ekki hafnar, en þreifingar hafa átt sér stað. mbl.is

Samtök atvinnulífsins ætla að leggja áherslu á það í komandi kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði að allir hópar fái sambærilega og hóflega launahækkun. Þetta kom fram í máli Vilmundar Jósefssonar, formanns samtakanna, á fundi um atvinnumál á Ísafirði í gær.

Vilmundur sagði einnig að lögð yrði á það áhersla af hálfu SA að samningar allra aðila hefðu sama gildistíma sem verði allt að þremur árum. „Hugsunin hjá okkur er sú að það verði allir samferða í þessum samningamálum,“ segir Vilmundur í samtali við Morgunblaðið í dag.

Aðspurður hvort hljómgrunnur sé fyrir því hjá viðsemjendum í verkalýðshreyfingunni, segir hann að menn séu ekki vonlausir um að þetta geti orðið að veruleika. ,,Við ætlum að láta reyna á það núna í mánuðinum og sjá hverjir vilja verða samferða okkur.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert