Orkuveita Reykjavíkur og japanska stórfyrirtækið Mitsubishi Heavy Industries undirrituðu í apríl sl. samstarfsyfirlýsingu um nýtingu jarðhita á heimsvísu.
Í kjölfarið undirrituðu forystumenn átta fyrirtækja sem starfa við jarðhitanýtingu hér á landi samning um að starfa saman að jarðvarmaverkefnum erlendis.
Lítið hefur gerst í þessum málum hér á landi að undanförnu, en Guðlaugur Gylfi Sverrisson, fyrrverandi stjórnarformaður OR, segir gífurleg tækifæri felast í samstarfinu og að ekki megi hika mikið lengur í þessum efnum.
Guðlaugur segir jarðhita vera víða í heiminum og að ekki sé búið að nýta nema brotabrot af honum. Tækifærin leynist því víða, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.