Um helmingur þeirra, sem tóku þátt í könnun MMR, eða 50,3%, telja æskilegt að núverandi stjórnarflokkar komi áfram að ríkisstjórn. 33,7% þeirra, sem tóku afstöðu, sögðust hins vegar telja ákjósanlegast að mynduð verði utanþingsstjórn.
MMR kannaði afstöðu almennings til nokkurra kosta við samsetningu ríkisstjórnar sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Af þeim sem tóku afstöðu voru 33,7% sem sögðu ákjósanlegast að mynduð yrði utanþingsstjórn, 21,7% vildu óbreytt stjórnarmynstur, 21,1% nefndu að mynduð yrðu samstjórn
allra stjórnmálaflokka á Alþingi, 7,5% vildu að fleiri stjórnmálaflokkar kæmu að núverandi ríkisstjórn og 16% sögðu ákjósanlegast að mynduð yrði ný ríkisstjórn undir forystu annarra stjórnmálaflokka en nú sitja í ríkisstjórn.
MMR segir, að þannig hafi að samanlögðu 49,7% verið þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að mynduð yrði ríkisstjórn án forsætis núverandi stjórnarflokka en 50,3% á því að ríkisstjórnarmynstur með aðkomu
núverandi stjórnarflokka væri ákjósanlegast við núverandi kringumstæður.