Fjármálaráðuneytið áætlar að tap lánastofnana vegna gengistryggðra bíla- og íbúðalána geti orðið allt að 108 milljarðar króna. Þar af eru 50 milljarðar króna vegna einstaklinga og 58 milljarðar vegna fyrirtækja.
Áhrif þessa kostnaðar á einstakar lánastofnanir sem ríkissjóður á eignarhlut í yrðu, ef þau yrðu einhver, fyrst og fremst gagnvart stóru bönkunum þremur, helst Landsbanka Íslands.
Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, lagði fram á Alþingi í gærkvöldi um gengisbundin lán.