33 sækja um embætti framkvæmdastjóra ÞSSÍ

Sighvatur Björgvinsson greindi frá því í haust að hann myndi …
Sighvatur Björgvinsson greindi frá því í haust að hann myndi láta af störfum sem framkvæmdastjóri ÞSSÍ um næstu áramót.

Alls bárust 33 umsóknir um embætti framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sem var nýverið auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfresturinn rann út 8. nóvember sl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Utanríkisráðherra, sem skipar í embættið skv. lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, hefur falið Hermann Erni Ingólfssyni, sviðsstjóra þróunarsamvinnusviðs utanríkisráðuneytisins, Helgu Hauksdóttur, mannauðsstjóra í ráðuneytinu og Steinari Berg Björnssyni, fyrrverandi forstjóra hjá friðargæslu Sameinuðu þjóðanna, að fara yfir umsóknir, leggja á þær mat og gera tillögur til sín.

Ráðgert er að niðurstaða um nýjan framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar liggi fyrir í desembermánuði.

Nánar á vef utanríkisráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert