Alls bárust 33 umsóknir um embætti framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sem var nýverið auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfresturinn rann út 8. nóvember sl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Utanríkisráðherra, sem skipar í embættið skv. lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, hefur falið Hermann Erni Ingólfssyni, sviðsstjóra þróunarsamvinnusviðs utanríkisráðuneytisins, Helgu Hauksdóttur, mannauðsstjóra í ráðuneytinu og Steinari Berg Björnssyni, fyrrverandi forstjóra hjá friðargæslu Sameinuðu þjóðanna, að fara yfir umsóknir, leggja á þær mat og gera tillögur til sín.
Ráðgert er að niðurstaða um nýjan framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar liggi fyrir í desembermánuði.
Nánar á vef utanríkisráðuneytisins.