Áfram óvissa um lausnir

Samráðsfundurinn var haldinn undir trummuslætti.
Samráðsfundurinn var haldinn undir trummuslætti. mbl.is/Eggert

Ekki liggur fyrir til hvaða ráðstafana verður gripið vegna skuldavanda heimilanna, eftir samráðsfund ríkisstjórnar og ýmissa hagsmunaaðila í gær. Rætt er um samþætta lausn, úr fleiri en einni leið, sem viðbótarúrræði og að loka með því umræðunni um lausn á skuldavandanum.

Fulltrúar fjármálastofnana, annarra hagsmunaaðila og stjórnmálamenn skiptust á skoðunum um þær leiðir sem helst hafa verið til umræðu. Fjármálafyrirtækin útiloka flest almenna niðurfærslu skulda og telja betra að útfæra frekar sértæka skuldaaðlögun svo sú leið nýtist betur fyrir þá verst settu.

Þótt stjórnmálamenn, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, þar á meðal Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra, hafi hvatt til þess að niðurfærsluleiðin verði skoðuð áfram virðist hún vera út af borðinu.

Einnig er rætt um að auknar vaxtabætur gætu nýst vel sem liður í lausn mála. Ögmundur telur að forsenda þess sé að vextir verði keyrðir niður, annars væri ríkisstjórnin að greiða niður vaxtakjörin í landinu.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert