Borinn út af Laufásvegi

Heimavarnarliðið sló skjaldborg utan um Laufásveg.
Heimavarnarliðið sló skjaldborg utan um Laufásveg. mbl.is/RAX

Sýslumaður­inn í Reykja­vík hef­ur fram­kvæmt út­b­urð á íbúa á Lauf­ás­vegi 65 að kröfu Lands­banka Íslands. Ekk­ert varð að út­b­urði fyrr í þess­um mánuði eft­ir að fé­lag­ar í Heima­varn­ar­liðinu mættu á staðinn þegar bera átti íbú­ann út.

Lands­bank­inn eignaðist íbúðina á síðasta ári og gerði í kjöl­farið leigu­samn­ing við mann­inn sem rann út í apríl á þessu ári. Lands­bank­inn lagði fram beiðni við héraðsdóm um að íbú­inn yrði bor­inn út úr hús­inu og var fall­ist á beiðnina. Það er verk­efni sýslu­manns að fram­kvæma út­b­urð að fengn­um úr­sk­urði héraðsdóms.

Heima­varn­ar­liðið hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem út­b­urðinum er harðlega mót­mælt. Þar seg­ir að þessi aðför lýsi mann­fyr­ir­litn­ingu af verstu gerð.

Íbú­inn var flutt­ur úr íbúðinni nokkr­um dög­um áður en starfs­menn sýslu­manns fram­kvæmdi út­b­urðarbeiðnina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert