Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur framkvæmt útburð á íbúa á Laufásvegi 65 að kröfu Landsbanka Íslands. Ekkert varð að útburði fyrr í þessum mánuði eftir að félagar í Heimavarnarliðinu mættu á staðinn þegar bera átti íbúann út.
Landsbankinn eignaðist íbúðina á síðasta ári og gerði í kjölfarið leigusamning við manninn sem rann út í apríl á þessu ári. Landsbankinn lagði fram beiðni við héraðsdóm um að íbúinn yrði borinn út úr húsinu og var fallist á beiðnina. Það er verkefni sýslumanns að framkvæma útburð að fengnum úrskurði héraðsdóms.
Heimavarnarliðið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem útburðinum er harðlega mótmælt. Þar segir að þessi aðför lýsi mannfyrirlitningu af verstu gerð.
Íbúinn var fluttur úr íbúðinni nokkrum dögum áður en starfsmenn sýslumanns framkvæmdi útburðarbeiðnina.