Farþegaflugvél frá bandaríska flugfélaginu United Airlines, á leið frá Lundúnum til San Francisco, þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli nú undir kvöld með veikan sjúkling.
Þegar farþeginn veiktist var ákveðið að lenda á næsta flugvelli sem var Keflavíkurflugvöllur. Vélin lenti þar á sjötta tímanum. Enginn sérstakur viðbúnaður var vegna lendingarinnar.
Sjúkrabíll flutti farþegann á sjúkrahús.
Flugvélin er af gerðinni Boeing 777. Hún heldur fljótlega af stað vestur um haf, samkvæmt upplýsingum ISAVIA.