Krapaflóð í Eystri-Rangá

Krapaflóð fór niður Eystri-Rangá í dag og margfaldaðist rennsli árinnar á stuttum tíma. Vatnshæðarmælir er við Tungufoss og var rennslið í ánni 11 rúmmetrar á sekúndu klukkan 17:20. Rétt fyrir klukkan 18 jókst rennslið í rúmlega 34 rúmmetra, að sögn Grettis Rúnarssonar, sem fylgdist með flóðinu.

Grettir var á ferð á fjórhjóli ofarlega við ána þegar hann sá krapaflóðið koma. „Ég hélt fyrst að það væri byrjað að gjósa í Tindfjöllum," sagði Grettir við mbl.is. Hann segist telja að klakastífla hafi brostið ofarlega í ánni þótt slíkt sé óvenjulegt vegna þess að lítið hafi snjóað og frost ekki verið mikið.   

Fram kemur á vef Sunnlenska fréttablaðsins, að flóðið hafi í kvöld verið komið niður undir Suðurlandsveg en áhrif þess þar séu minni þar sem áin dregur í sig aðrar ár og verður vatnsmeiri neðar á Rangárvöllum. 

Eystri-Rangá var aflahæsta laxveiðiá landsins í sumar en þar veiddust 6280 laxar. Veiðitímabilinu í ánni lauk 1. nóvember. 

Krapaflóðið kemur niður Eystri-Rangá.
Krapaflóðið kemur niður Eystri-Rangá. mynd/Grettir Rúnarsson
Mikið krap barst niður eftir ánni.
Mikið krap barst niður eftir ánni. mynd/Grettir Rúnarsson
Tungufoss í Eystri-Rangá.
Tungufoss í Eystri-Rangá.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert