Mannauðsstjórn á alltaf að fara eftir lögum

Guðlaug Kristjánsdóttir, formðaur BHM.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formðaur BHM. mbl.is

Þurfa ráðningar og uppsagnir innan hins opinbera ekki einmitt að vera hafnar yfir geðþótta, pólitík eða tilviljanakenndar ákvarðanir? Þannig spyr Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, í nýjum pistli sínum en í honum gerir hún nýja könnun meðal forstöðumanna að umtalsefni.

Í niðurstöðum könnunarinnar sem Ríkisendurskoðun framkvæmdi kom m.a. fram að mikill meirihluti forstöðumanna teldu að lög og reglur „settu þeim skorður við uppsagnir starfsmanna“.

Guðlaug segir í pistli sínum að mannauðsstjórn eigi alltaf að fara eftir lögum, reglum og viðurkenndu verklagi.  „Er eðlilegt að telja slíkar skorður íþyngjandi?“

Þá veltir hún upp þeirri spurningu hverjir forstöðumenn séu. Hvort þar sé um að ræða sérfræðinga í mannauðsstjórnun eða sérfræðinga á fagsviði stofnunar sem hafa hlotið framgang í starfi með þeim afleiðingum að vera orðnir mannauðsstjórar?

„Miðað við svar forstöðumanna um helsta styrkleika sinn í starfi, hallast ég að hinu síðarnefnda.  70% forstöðumanna segja sinn helsta styrk liggja í „faglegum verkefnum“, um 15% í fjármálastjórnun og einungis um 10% tiltaka mannauðsstjórnun sem sína sterkustu hlið í starfi.“

Jafnframt bendir Guðlaug á að íslenskur vinnumarkaður hafi mikið umburðarlyndi gagnvart því að fólk sinni störfum sem það hefur ekki menntað sig til. „Íslenskt samfélag lítur jafnvel niður á það þegar ómenntaður borgarstjóri segist ætla að reiða sig á fagfólk við fjárhagsáætlanagerð, eins og slíkt sé hneisa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert