Nýtt útibú Bókasafns Kópavogs í undirbúningi

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær að skipa fimm manna undirbúningshópur vegna nýs útibús Bókasafns Kópavogs í Kórum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu harðlega opna ætti nýtt útibú bókasafnsins á niðurskurðartímum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram þá tillögu að málinu yrði frestað í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins. Tillagan var felld og bókuðu bæjarfulltrúar flokksins þá svo: "Nú stendur yfir undirbúningsvinna vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 og ljóst að það er mjög þröngt í búi og spara verður í hvívetna. Því finnst okkur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins mjög óábyrgt að hefja undirbúning við opnun útibús bókasafns í Kórnum. Ekki síst þegar umræða hefur verið um að nauðsynlegt sé að loka útibúi safnsins í Lindaskóla sökum fjárhagsskorts."

Meirihlutinn í bæjarráði bókaði á móti, að honum væri fullkunnugt um fjárhagsstöðu bæjarins. "[E]ngu að síður teljum við mikilvægt að vinnuhópur sé settur á laggirnar til að móta stefnu um framtíðarhúsnæði fyrir héraðsskjalasafnið og  bókasafnið.  Vinnan er sett af stað án allra skuldbindinga."

Einnig vakti meirihlutinn athygli á því að Kópavogsbær eigi 3.400 fermetra ónýtt húsnæði í Kórnum og því beri skylda til að móta sýn um framtíðarnýtingu þess.

Svör meirihlutans voru ekki fullnægjandi fyrir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sem benti þá á, að þó svo bærinn eigi laust húsnæði þýði það ekki, að nauðsynlegt sé að koma stofnunum bæjarins þar inn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert