„Það fer ekki saman að vera fastur pistlahöfundur á Ríkisútvarpinu og að gegna um leið sama hlutverki á flokkspólitísku málgagni,“ sagði Páll Magnússon útvarpsstjóri.
Hann var spurður hvers vegna Ríkisútvarpið hefði afþakkaði pistlaflutning Láru Hönnu Einarsdóttur, bloggara og baráttukonu, í Morgunútvarpi Rásar 2 nýverið.
Lára Hanna hefur m.a. fjallað um uppsögnina í bloggi á vefmiðlinum Eyjunni. Hún kveðst hafa verið búin að flytja pistla í morgunþætti Rásar 2 í tæplega hálft annað ár þegar henni var tilkynnt nýlega að ekki væri óskað eftir fleiri pistlum frá henni. Ástæðan sem henni var gefin var sú að hún ritaði einnig pistla í vefritið Smuguna. Á Smugunni kemur fram að vefurinn sé „kostaður af Vinstrihreyfingunni – grænu framboði og fjölmörgum einstaklingum.“