Póstarnir sendir frá netfangi sem skráð var í Kína

Jónína Benediktsdóttir.
Jónína Benediktsdóttir.

Jón­ína Bene­dikts­dótt­ir seg­ir frá því í bók sinni Jón­ína Ben að tölvu­póst­ar sem gengu á milli henn­ar og Styrmis Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðsins, hafi verið send­ir úr net­fangi sem var skráð á tölvu í Kína.

Frétta­blaðið birti frétt­ir sem voru byggðir á tölvu­póst­um Jón­ínu og Styrmis haustið 2005. Aldrei hef­ur verið upp­lýst hvernig Frétta­blaðið komst yfir tölvu­póst­ana. Í bók Jón­ínu kem­ur ekki fram hver komst fyrst yfir póst­ana.

„Þetta mál var í alla staði ótrú­legt og svo mik­il var hark­an að póst­arn­ir voru send­ir í tölvu­pósti út um allt úr net­fangi sem var skráð á tölvu í Kína. Svo voru póst­arn­ir fjöl­faldaðir og send­ir á lög­fræðinga og hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Jón Magnús­son lögmaður sagði mér síðar að hann hefði fengið póst­ana inn um lúg­una hjá sér seint um kvöld,“ seg­ir í bók Jón­ínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert