Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að skora á samgönguráðherra að veita ECA flugþjónustuverkefninu brautargengi og stuðla þannig að fjölbreytni í atvinnusköpun á Suðurnesjum. Jafnframt lýsti bæjarráð yfir stuðningi sínum við verkefnið.
Í fundargerð bæjarráðs segir að ef af verkefninu verði muni skapast vel launuð stöðrf fyrir um 100-150 manns, auk 100 manna sem starfa á framkvæmdatíma.