SA leita eftir samtarfi allra aðila

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mbl.is/Árni Sæberg

Samtök atvinnulífsins leita eftir samstarfi allra aðila vinnumarkaðarins til þess að ná samstöðu um kjarasamninga sem marka leiðina upp úr kreppunni. Þetta kemur fram í leiðara framkvæmdastjóri samtakanna, sem birtur er í fréttablaði SA.

„Á næstu vikum mun reyna á hvort samstaða næst á vinnumarkaðnum um þessa leið og í framhaldi af þeirri niðurstöðu þurfa ríkisstjórn og Alþingi að koma að málum.  Aðkoma ríkisstjórnar og Alþingis þarf að miðast við að samhliða kjarasamningum verði viðeigandi lagafrumvörp afgreidd, eða lokaákvarðanir teknar, vegna þeirra mála sem samningunum tengjast og snúa að starfsskilyrðum atvinnulífs og stöðu heimila. Slík aðferð er til þess fallin að byggja að nýju upp það traust sem glatast hefur milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Leiðari Vilhjálms

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert