Segjast vera að flýta sér í ferjuna

Menn gefa stundum í þegar komið er austur fyrir Hvolsvöll.
Menn gefa stundum í þegar komið er austur fyrir Hvolsvöll. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á Hvolsvelli tók tvo ökumenn í kvöld fyrir hraðakstur austan við Hvolsvöll. Báðir gáfu þá ástæðu að þeir hefðu verið að flýta sér til að ná kvöldferð Herjólfs til Vestmannaeyja.

Ökumennirnir voru á um 135 kílómetra hraða. 

Lögreglumaður segir að menn virðist gefa sér of lítinn tíma til að komast að  Landeyjahöfn, til dæmis frá höfuðborgarsvæðinu. Talsvert sé um að ökumenn tilkynni um hraðakstur á þessari leið.

Ef ökumenn ætli sér knappan tíma geti litlar tafir í umferðinni orðið til þess að þeir komi of seint, ekki síst í skammdeginu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert