Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærdag ferðamann sem ók bílaleigubifreið á 198 km hraða eftir Reykjanesbraut. Maðurinn gaf þá skýringu að hann væri orðinn of seinn út á flugvöll en þar ætti hann bókað flug. Ekki er vitað hvort maðurinn náði á endanum fluginu.
Að sögn lögreglunnar var maðurinn sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum. Hins vegar sprengir ökuhraði hans alla skala og því verður honum að öllum líkindum stefnt fyrir dóm. Þess skal getið að maðurinn ók Volkswagen Golf fólksbifreið.