101 þúsund vanskilamál

Vanskilamál í virku innheimtuferli, það er mál níutíu daga gömul eða eldri, voru um síðustu mánaðamót rúmlega 101 þúsund talsins. Þetta kemur fram í tölum Creditinfo sem teknar voru saman að beiðni sérfræðingahóps stjórnvalda um skuldavanda heimilanna.

Ná þessi mál til þeirra 22.600 einstaklinga sem eru á vanskilaskrá en mjög hefur fjölgað í þeim hópi síðan í ársbyrjun 2008 sem er viðmiðunarpunktur í gögnum Creditinfo.

Frá áðurnefndum tímapuntki hefur dómsmálum vegna vanskila fjölgað um 141% sem og greiðsluáskorunum. Þá hefur beiðnum um nauðungarsölu fjölgað um 136% og framhaldsuppboðum um 182%. Greiðsluáskoranir voru orðnar 14 þúsund nú í októberlok.

Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir að á undanförnum misserum hafi þau mál sem fara í löginnheimtu orðið sífellt alvarlegri jafnframt því sem þau gangi lengra í kerfinu en áður. Þannig verði um 5000 manns greiðsluþrota árlega. Á bilinu 100-200 einstaklingar verða gjaldþrota árlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert