„Það er í mínum huga nokkuð ljóst að Eik Banki var undir miklum áhrifum frá Kaupþingi. [...] Seint á árinu 2007 keyptu þeir meirihlutann í Kaupthing Føroyar og reyndist það líka stórslys.“
Þetta segir Jørn Astrup Hansen, forstjóri Eik Banka Føroya, í Morgunblaðinu í dag um skelfilegar afleiðingar þess að íslensk bankamenning nam land í Færeyjum upp úr aldamótum.
Hann tekur sterkt til orða þegar íslensku ofurlaunin eru annars vegar og segir þau hafa verið „algjörlega út í hött“. „Þetta var sjúkt,“ segir hann og bendir á að launabil eins og á Íslandi í útrásinni hefði aldrei komið til greina í færeysku samfélagi.