Einungis fjögur óhöpp á 23 dögum

Góðgæti beið vagnstjóranna á Hlemmi í gærmorgun.
Góðgæti beið vagnstjóranna á Hlemmi í gærmorgun. mbl.is/Árni Sæberg

Árang­ur af ör­ygg­is­dög­um Strætó bs. og VÍS er fram­ar björt­ustu von­um, en þetta sex vikna átak í ör­ygg­is­mál­um í um­ferðinni er rúm­lega hálfnað.

Ein­ung­is fjög­ur óhöpp hafa orðið í akstri stræt­is­vagna frá því átakið hófst, sem eru um­tals­vert færri óhöpp en hefðbundið er á þess­um árs­tíma.

Eitt af mark­miðum átaks­ins var að óhöpp hjá Strætó verði færri en 28 á meðan á ör­ygg­is­dög­un­um stend­ur, en það var fjöldi óhappa á sama sex vikna tíma­bili í fyrra. Þar sem átakið er nú rétt rúm­lega hálfnað stefn­ir því í að fjöldi óhappa verði langt und­ir mark­miði ör­ygg­is­dag­anna.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert