Einungis fjögur óhöpp á 23 dögum

Góðgæti beið vagnstjóranna á Hlemmi í gærmorgun.
Góðgæti beið vagnstjóranna á Hlemmi í gærmorgun. mbl.is/Árni Sæberg

Árangur af öryggisdögum Strætó bs. og VÍS er framar björtustu vonum, en þetta sex vikna átak í öryggismálum í umferðinni er rúmlega hálfnað.

Einungis fjögur óhöpp hafa orðið í akstri strætisvagna frá því átakið hófst, sem eru umtalsvert færri óhöpp en hefðbundið er á þessum árstíma.

Eitt af markmiðum átaksins var að óhöpp hjá Strætó verði færri en 28 á meðan á öryggisdögunum stendur, en það var fjöldi óhappa á sama sex vikna tímabili í fyrra. Þar sem átakið er nú rétt rúmlega hálfnað stefnir því í að fjöldi óhappa verði langt undir markmiði öryggisdaganna.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert