Fengu aldrei fyrirmæli um að taka drykkinn af markaði

My Secret
My Secret

Greint var frá því á vef mbl.is í morgun að engiferdrykkurinn Aada frá My Secret hafi verið innkallaður af markaði vegna heilsufullyrðinga. Á umbúðum koma fram eftirfarandi heilsufullyrðingar: Hollur orkudrykkur, vatnslosandi, vörn gegn ýmsum kvillum, eykur skerpu og athygli.

Í yfirlýsingu sem Ólafur Sólimann, framkvæmdastjóri Engifers, sendi frá sér vegna málsins segir að fyrirtækið hafi aldrei fengið þau fyrirmæli að taka drykkinn af markaði. Þá kemur þar einnig fram Engifer ehf hafi nú þegar hafið dreifingu á drykknum með bættri merkingu þar sem þessar fullyrðingar eru ekki til staðar.

Á vef Matvælastofnunar er vísað í ýmsar reglugerðir, þar á meðal reglugerð  um merkingu matvæla þar sem stendur m.a: Óheimilt er að eigna matvælum þá eiginleika að fyrirbyggja eða vinna á sjúkdómum manna, hafa lækningarmátt eða að vísa til þess háttar eiginleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka