Tillaga um þrjú í rannsóknarnefnd

Róbert Spanó prófessor.
Róbert Spanó prófessor.

Forsætisnefnd kirkjuþings gerir tillögu um að Róbert R. Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands,  Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur   og Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, sitji í rannsóknarnefnd um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni vegna kynferðisbrota.  Lagt er til að Róbert verði formaður nefndarinnar.

Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, mælti fyrir tillögunni um rannsóknarnefnd á kirkjuþingi í dag og fór þess á leit við þingið  að atkvæði verði greidd um þessa tillögu í einu lagi, þ.e. tillaga að starfsreglum um rannsóknarnefndina og að nefndarmönnum.

Pétur sagði, að í tillögunni um skipun nefndarinnar færi saman reynsla og þekking á sviði stjórnarfars og stjórnsýslu, starfsemi dómstóla og viðbragða vegna persónulegra áfalla, þ.a.m. vegna kynferðisofbeldis.   Í starfi nefndarinnar muni meðal annars reyna á mat á trúverðugleika frásagna og stjórnsýsluleg viðmið um eðlileg viðbrögð í óvenjulegum aðstæðum auk greiningar á áfallastreitu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert