„Arnold Schwarzenegger kvenna“

Monica Brant á forsíðu tímaritsins Oxygen.
Monica Brant á forsíðu tímaritsins Oxygen.

Monica Brant, ein þekktasta fitness-fyrirsæta í heiminum í dag, er stödd hér á landi og mun hún m.a. halda námskeið fyrir stelpur í Sporthúsinu 16. og 17. þessa mánaðar. Þar verða með henni næringarfræðingur og sérfræðingur í matarræði og þjálfun kvenna

„Hún er í raun og veru Arnold Schwarzenegger kvenna í heiminum. Hún er fyrirmynd allra sem eru að keppa í vaxtarrækt, og þá sérstaklega fitness,“ segir Hjalti Árnason, framkvæmdastjóri Expo 2010.

Brant og fylgdarlið hennar eru nýkomin til landsins eftir sólarhrings ferðalag frá Texas í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem Brant sagði er hún kom var: „Hvenær kemst ég á æfingu.“ Það er greinilegt að hér er á ferðinni hörkukvendi.

Brant mun verða viðstödd Expo 2010, sem haldin verður í Mosfellsbænum og Laugardalshöll um næstu helgi. „Þetta verður heil helgi með alls konar íþróttaviðburðum. Þar verður keppt í fitness og vaxtarrækt, og Gunnar Nelson berst. Þarna verða m.a. sterkustu menn heims og heimsmeistarinn í vaxtarrækt,“ segir Hjalti að lokum.

Þær sem hafa áhuga á að bóka sig á námskeiðið í Sporthúsinu geta sent póst á netfangið: hjaltiar@simnet.is

Hér má sjá heimasíðu Monicu Brant.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert