Gagnrýnir rekstrarkostnað lífeyrissjóða

Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, gagnrýnir á heimasíðu sinni rekstarkostnað stærstu lífeyrissjóðanna og segir ótrúlegt að ekki skuli vera búið að sameina og hagræða meira en orðið er.

Ragnar reiknar saman rekstrarkostnað Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Gildis, Sameinaða lífeyrissjóðsins, Stapa og Stafa á síðasta ári og kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé rúmlega 2,1 milljarður króna. Þar af nemur launakostnaður 1,13 milljörðum og þar af eru laun forstjóra sjóðanna 105 milljónir.

Segir Ragnar að þessir sex sjóðir ráði yfir 63% af öllum eignum lífeyrissjóðakerfisins og miðað við það hlutfall megi áætla að heildarrekstarkostnaður kerfisins sé rúmir 3,3 milljarðar króna. 

Bloggsíða Ragnars Þórs

Ragnar Þór Ingólfsson.
Ragnar Þór Ingólfsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert