Alþjóðadagur sykursjúkra er í dag og af því tilefni verður fræðsludagskrá um þennan sjúkdóm í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti í Reykjavík í dag milli klukkan 14 og 16. Þar verður veitt fræðsla um sykursýki, orsakir sjúkdómsins og meðhöndlun.
Til að leggja áherslu á hve heilbrigður lífsstíll sé mikilvægur til að verjast sjúkdómum á borð við sykursýki var gengið í kringum Reykjavíkurtjörn. Í fararbroddi var Katrín Jónsdóttir, læknir og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu en hún er verndari alþjóðadags sykursjúkra hér á landi.