Kosningabaráttan dýrust hjá Samfylkingunni

Frá Akureyri í gær.
Frá Akureyri í gær. mbl.is/Skapti

Kosningabaráttan var dýrust hjá Samfylkingunni fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í vor. Fram kemur á vef Vikudags, að heildarkostnaður við framboð flokksins nam rúmum 4,6 milljónum króna.

Næst dýrust var kosningabaráttan hjá L-lista, lista fólksins, sem fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, eða um 3,6 milljónir króna.

Heildarkostnaður við framboð Sjálfstæðisflokksins nam tæpum 3,3 milljónum, hjá VG var kostnaðurinn 2,77 milljónir, rúmar 2,6 milljónir hjá Bæjarlistanum og tæplega 1,1 milljón hjá Framsóknarflokki.

Vikudagur leitaði eftir upplýsingum um kostnað við framboðin sex sem buðu fram í maí sl. L-listinn fékk 6 fulltrúa kjörna eins og áður sagði en hver hinna flokkanna fimm fékk 1 fulltrúa.

Vefur Vikudags

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert