Slökkvilið enn að störfum

00:00
00:00

Slökkviliðsmenn eru enn að störf­um í húsi við Lauga­veg þar sem til­kynnt var um mik­inn reyk, sem lagði frá þaki húss­ins. Hef­ur verið kallað út aukalið vegna þessa. Slökkviliðsmenn hafa leitað að  upp­tök­um elds­ins en allt bend­ir til þess að eld­ur­inn sé í risi húss­ins eða þaki.

Hús­in á Lauga­vegi 38, 40, 40a og 42 eru sam­byggð. Þar eru meðal ann­ars veit­ingastaður, versl­an­ir og íbúðir.

Fólk sem var í íbúðum húss­ins að Lauga­vegi 40a kom sér sjálft út. Lög­regl­an rýmdi íbúðir í nær­liggj­andi hús­um. Fólkið fékk að snúa aft­ur heim í kvöld með því skil­yrði að það færi ekki að sofa fyrr en starf slökkviliðsins væri komið lengra.

Slökkvistarf er erfitt og taf­samt. Eld­ur­inn er í þaki yfir ris­íbúð og þarf að rífa þakið bæði að inn­an og utan. Kall­ar starfið á mik­inn mann­skap og tækja­búnað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert